Lýsing

4. júlí, laugardagur

Brottför kl. 8  á einkabílum og rútu frá FFA, Strand

götu 23

Fararstjórn: Arnar Bragason og Ásdís Skúladóttir


Ekið á einkabílum að bílastæðinu við Súluveg þar sem bílarnir eru skildir eftir. Rúta ekur þátttakendum að Finnastöðum þaðan sem gengið er á Kerlingu 1538 m, hæsta fjall í byggð á Íslandi. Síðan er gengið norður eftir tindunum; Hverfanda 1320 m, Þríklökkum 1360 m, Bónda 1350 m, Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðri-Súlu 1213 m, Ytri-Súlu 1143 m og niður í Glerárdal þar sem bílar þátttakenda bíða.

Þetta er krefjandi ganga enda merkt fjögurra skóa ferð. Þátttakendur þurfa að vera í góðu gönguformi. Gangan getur tekið 13 klst. en það fer allt eftir hópnum, færð og veðri. Þátttakendur þurfa að klæða sig eftir veðri og taka með sér gott og orkuríkt nesti til dagsins og nóg af vatni þar sem ekki er víst að vatn sé að finna á leiðinni. Í svona krefjandi ferð eru jöklabroddar og ísaxir sem þeim fylgja mikilvægur öryggisbúnaður. Fararstjóri lætur vita þegar nær dregur um nauðsynlegan öryggisbúnað.


Vegalengd: 20–21 km. Gönguhækkun: Alls 1.800 m.


Verð: 11.500 / 14.000 kr. Innifalið: Rúta og fararstjórn.

Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.



Skráning í ferðina
Skráning í ferðina

Búnaður

  • Gönguferðir: 3-4 skór

    Erfiðar ferðir: Nokkuð langar dagleiðir, 6 - 8 klst. Gengið í fjalllendi og jafnvel lausum skriðum. Getur þurft að vaða erfiðar ár. Ef gist er þá er það oftast í húsum og þá þarf að bera svefnpoka.




    Mjög erfiðar ferðir: Erfiðar og langar dagleiðir yfir 10 klst. Gengið með allt á bakinu, oft í bröttu fjalllendi, lausum skriðum og stórgrýti. Búast má við erfiðum ám. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.


    ATH. Fararstjóri tekur fram ef annan búnað þarf


    Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:

    Gönguskór sem henta utan slóða og veita góðan stuðning

    Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf

    Göngustafir ef vill

    Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír

    Höfuðljós ef búast má við að ganga í myrkri

    Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, sokkar til skiptanna, húfa og vettlingar

    Vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða

    Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt

    Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)

    Hæfilegt magn af orkuríku nesti og drykkjum (eftir lengd, aðstæðum og fyrirkomulagi ferðar)

    Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, buff og léttir broddar, viðgerðasett (nál, tvinni, lítil skæri), klemmur

    Kort, áttaviti, GPS tæki